Vettlingar

Ég prjónaði í gær tvö pör af vettlingum fyrir hann Starkað (eitt parið á myndinn er eldra).  Gekk svo frá öllum endum og merkti þá piltinum í dag.  Telst því hafa staðist markimiðið þessa daga því þetta tók allmikið meira en 2 x klukkustund!

Eins og fyrr gerði ég enga tvo vettlinga eins.  Þetta er orðin mjög gömul hefð hjá mér.  Það var þegar Jón Gunnar var þriggja ára (1984) að ég var búin að prjóna handa honum mjög fallega dökkbláa vettlinga með kaðli.  Ég var að klára upp garnhnykil og það stoð á endum, hann var alveg búin þegar vettlingarnir voru tilbúnir.  Það var því illt í efni, nokkrum dögum seinna, þegar það skemmdist annar þumallinn.  Nú voru góð ráð dýr, ekki til smáþráður til að laga þetta og ég svolíitð spæld yfir þessu ónýta verki !!    En ég átti hvítan alveg eins þráð og nú brá ég á það ráð að gera þumalinn hvítann.  Og það sem drengurinn var glaður yfir þessum hvíta þumli !!  Hann varð eitt bros, þetta urðu uppáhaldsvettlingarnir. 

Svo þar með ákvað ég að gera aldrei tvo vettlinga eins.  Og það hef ég staðið við enn.  Kannski skipti ég seinna um skoðun, en það er enn ekki komið að því. 

vettl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband