Púðinn hennar mömmu

pudinnHeima hjá mömmu var alltaf einn mjög stór púði, mamma hafði hann oft við bakið því hann studdi vel við.  Hún óf þennan púða á Húsmæðraskólanum á Laugum á sínum tíma.  Svo hefur hún saumað mynstur í miðjuna á honum, löng bein spor, man ekki hvað þessi útsaumur heitir, finn það kannski seinna.  Kringum púðann saumaði hún svo snúru sem er snúin úr ullargarni, því saman og saumað er út í með.

Nú á ég púðann.  Hann er orðinn lúinn, útsaumurinn að hluta til horfinn!  Það væri gaman að laga það einhvern tímann!  En í kvöld lagaði ég snúruna.  Hún var öll orðin laus frá, ég saumaði hana aftur á og púðinn lítur miklu betur út en áður en ég hófst handa.

Meðan ég var að handleika púðann áttaði ég mig allt í einu á að dregillinn sem alltaf var á borðstofuborðinu hjá mömmu er eins ofinn.  Þetta held ég að ég hafi ekki vitað þegar ég var barn.  Púðinn og dregillinn voru tveir aðskildir hlutir, sjálfsagðir því þeir voru alltaf í umhverfinu, en að þeir væru nánast eins!!!   Er komin á sextugsaldurinn þegar ég tek eftir því!!!???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband