23.1.2011 | 02:30
Vettlingarnir hennar Jöru.
Í fyrra, í 15 ára afmælisgjöf gaf ég Jöru vettlinga. 3 pör af vettlingum sem ég prjónaði. Hún hafði kvartað sáran yfir að eiga ekki vettlinga, var búin að týna því sem til hafði verið.
Svo ég gaf henni 3 pör af vettlingum OG AÐ ÉG SKYLDI GERA HENNI NÝJA VETTLINGA Í HEILT ÁR ÞÓ HÚN TÝNDI ÞESSUM. Hún fékk eins konar áskrift af vettlingum sem gilti í eitt ár. Þetta var auðvitað að fenginni þeirri reynslu að hún var alltaf að týna vettlingunum sínum. En nú bar svo við að þessi þrjú pör dugðu henni allt árið. Ég þurfti aldrei að bæta pari í. Var þó búin að undirbúa það og átti langt komna vettlinga í prjónatöskunni, allt árið. Jara týndi ekki síðasta parinu fyrr en nokkrum dögum eftir að hún varð 16!!
En þá fékk hún samt nýja vettlinga, og í kvöld prjónaði ég enn 1 par + Þetta er ágæt leið til á klára léttlopann sem af einhverjum ástæðum hefur safnast í prónadótið mitt. Sjáum til hvað ég nenni lengi að vinna úr þessu!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.