Ráðstefnuprjón

Hef nú ekki verið dugleg að skrá hvað ég hef verið að gera, hef samt verið aðeins duglegri við handavinnu. Hef verið að sísla við sjónvarpið eitthvað smálegt, smokka og vettlinga aðall.  Prjónaði nýtt stroff framan á peysuna mína sem sannarlega var þarft!!  Fór í prjónakaffi s.l. fimmtudag og hitti þar skemmtilegar konur, þar var meira talað og minna prjónað!!

Það hefur sýnt sig að það er ákafl. mikilvægt fyrir mig að taka ákvörðun um ákv. magn af af handavinnu pr. dag því það hefur reynst mér auðvelt að láta tímann líða frá mér.  Hef undanfarnar tvær vikur verið í mikilli tölvuvinnu.  Það er ný/gömul tölva fyrir mig, þá þarf að taka til í þeirri gömlu. Hef verið að hreinsa til og gera nothæfa fartölvu Heimilisiðnaðarfélagsins, það tekur miknn tíma hjá mér og Darra sem var svo góður að hjálpa mér.  Svo að flytja gögn milli tölvua uppi í félagi og sérstakl. að hjálpa Fríði við sitt tölvu/photoshop nám!!! Það tekur kvöld eftir kvöld, ég læri auðvitað fullt líka!  En þetta tekur tíma, mikinn tíma.

En í dag sat ég á skemmtilegri ráðstefnum um vísind og tónlist í leikskólum og gat prjónað lengi, lengi.  Gott að sitja og hlusta og prjóna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband