ýmislegt

Það er orðið langt síðan ég gerði grein fyrir mér og mínu .......

Fór á prjónakaffi og hitti margt skemmtilegt fólk, saumaði saman einn vettling ...... er síðan búin að klára hina vettlingana.

Er að undirbúa belti fyrir faldbúninginn. Búin að sauma saman hárdúk og léft og þræða síðan saman það og svart flauel.  Næst er að festa beltið sem ég er búin að knipla á!  Verð svo auðvitað að gera nýjan kraga, mj. slæmt að vera svona kragalaus.  Undir niðri finnst mér eins og hann muni finnast þó ég sé líka viss um að hann sé endanlega týndur, held helst að ég hafi óvart hent honum!!  Slæmt, mjög slæmt.

Afrekið undanfarið er að ég saumaði loksins saman (annann) smokkinn, sem ég er þó löngu búin að.  Ég prjónaði hann úr skotthúfubandi á prjóna nr. 0.75, með pínkulitlum perlum.  Mjög fínn. En það hefur staðið í mér að lykkja hann saman. Lykkjurnar eru svo fínar að ég sé þær varla.  En í gærkveldi lét ég vaða. Þurfti einu sinni að rekja upp næstum alla leiðina, sem var afar slæmt v. smæðar á lykkjunum en gekk þó. Þetta tók heila bíómynd.  Hendi mér í hinn annað kvöld.

Man ekki fleiri afrek í bili ..........................

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband