28.2.2011 | 01:08
Vettlingaprjón
Það sem ég hef aðallega síslað við undanfarnar vikur er vettlingaprjón, búin að prjóna marga lopavettlinga, garðaprjónsvettlinga. Ætlaði upphafl. að prjóna þessa vettlinga til að klára léttlopaafgana sem hafa hrannast upp. En svo þurfti ég einn lit til að klára rauðleitu vettlingana, og svo bætti ég við öðrum þegar mér datt ný hugmynd í hug, og nú er svo komið að ég hef keypt margar hespur af ýmsum litum, gagngert til að prjóna þessa vettlinga. Svo nú hefur léttlopa vettlingin mín aukust en ekki minnkað!! En það er í lagi því þá get ég bara prjónað meira.
Þarf annars að koma mér til að klára að ganga frá knipl prufunum mínum, og knipla a.m.k. takka til að bæta í safnið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.