Færsluflokkur: Bloggar

Vettlingaprjón

Það sem ég hef aðallega síslað við undanfarnar vikur er vettlingaprjón, búin að prjóna marga lopavettlinga, garðaprjónsvettlinga. Ætlaði upphafl. að prjóna þessa vettlinga til að klára léttlopaafgana sem hafa hrannast upp.  En svo þurfti ég einn lit til að klára rauðleitu vettlingana, og svo bætti ég við öðrum þegar mér datt ný hugmynd í hug, og nú er svo komið að ég hef keypt margar hespur af ýmsum litum, gagngert til að prjóna þessa vettlinga. Svo nú hefur léttlopa vettlingin mín aukust en ekki minnkað!!  En það er í lagi því þá get ég bara prjónað meira. 

Þarf annars að koma mér til að klára að ganga frá knipl prufunum mínum, og knipla a.m.k. takka til að bæta í safnið.


ýmislegt

Það er orðið langt síðan ég gerði grein fyrir mér og mínu .......

Fór á prjónakaffi og hitti margt skemmtilegt fólk, saumaði saman einn vettling ...... er síðan búin að klára hina vettlingana.

Er að undirbúa belti fyrir faldbúninginn. Búin að sauma saman hárdúk og léft og þræða síðan saman það og svart flauel.  Næst er að festa beltið sem ég er búin að knipla á!  Verð svo auðvitað að gera nýjan kraga, mj. slæmt að vera svona kragalaus.  Undir niðri finnst mér eins og hann muni finnast þó ég sé líka viss um að hann sé endanlega týndur, held helst að ég hafi óvart hent honum!!  Slæmt, mjög slæmt.

Afrekið undanfarið er að ég saumaði loksins saman (annann) smokkinn, sem ég er þó löngu búin að.  Ég prjónaði hann úr skotthúfubandi á prjóna nr. 0.75, með pínkulitlum perlum.  Mjög fínn. En það hefur staðið í mér að lykkja hann saman. Lykkjurnar eru svo fínar að ég sé þær varla.  En í gærkveldi lét ég vaða. Þurfti einu sinni að rekja upp næstum alla leiðina, sem var afar slæmt v. smæðar á lykkjunum en gekk þó. Þetta tók heila bíómynd.  Hendi mér í hinn annað kvöld.

Man ekki fleiri afrek í bili ..........................

   

 


Ráðstefnuprjón

Hef nú ekki verið dugleg að skrá hvað ég hef verið að gera, hef samt verið aðeins duglegri við handavinnu. Hef verið að sísla við sjónvarpið eitthvað smálegt, smokka og vettlinga aðall.  Prjónaði nýtt stroff framan á peysuna mína sem sannarlega var þarft!!  Fór í prjónakaffi s.l. fimmtudag og hitti þar skemmtilegar konur, þar var meira talað og minna prjónað!!

Það hefur sýnt sig að það er ákafl. mikilvægt fyrir mig að taka ákvörðun um ákv. magn af af handavinnu pr. dag því það hefur reynst mér auðvelt að láta tímann líða frá mér.  Hef undanfarnar tvær vikur verið í mikilli tölvuvinnu.  Það er ný/gömul tölva fyrir mig, þá þarf að taka til í þeirri gömlu. Hef verið að hreinsa til og gera nothæfa fartölvu Heimilisiðnaðarfélagsins, það tekur miknn tíma hjá mér og Darra sem var svo góður að hjálpa mér.  Svo að flytja gögn milli tölvua uppi í félagi og sérstakl. að hjálpa Fríði við sitt tölvu/photoshop nám!!! Það tekur kvöld eftir kvöld, ég læri auðvitað fullt líka!  En þetta tekur tíma, mikinn tíma.

En í dag sat ég á skemmtilegri ráðstefnum um vísind og tónlist í leikskólum og gat prjónað lengi, lengi.  Gott að sitja og hlusta og prjóna.


Prjón...

... meira prjón. Vettlingar úr Létt-Lopa. Kannski ég klári Létt-Lopa afganga sem hafa safnast upp hjá mér. Gæti prjónað á hverjum degi í viku og þá myndi þetta sennil. klárast. 

Nema ég finni þörf til að gera annað skemmtilegra!!  Engar skuldbindingar nema ein klukkustund á dag!!


Vettlingarnir hennar Jöru.

Í fyrra, í 15 ára afmælisgjöf gaf ég Jöru vettlinga. 3 pör af vettlingum sem ég prjónaði. Hún hafði kvartað sáran yfir að eiga ekki vettlinga, var búin að týna því sem til hafði verið.

Svo ég gaf henni 3 pör af vettlingum OG AÐ ÉG SKYLDI GERA HENNI NÝJA VETTLINGA Í HEILT ÁR ÞÓ HÚN TÝNDI ÞESSUM.  Hún fékk eins konar áskrift af vettlingum sem gilti í eitt ár. Þetta var auðvitað að fenginni þeirri reynslu að hún var alltaf að týna vettlingunum sínum.  En nú bar svo við að þessi þrjú pör dugðu henni allt árið. Ég þurfti aldrei að bæta pari í.  Var þó búin að undirbúa það og átti langt komna vettlinga í prjónatöskunni, allt árið.  Jara týndi ekki síðasta parinu fyrr en nokkrum dögum eftir að hún varð 16!!

En þá fékk hún samt nýja vettlinga, og í kvöld prjónaði ég enn 1 par +  Þetta er ágæt leið til á klára léttlopann sem af einhverjum ástæðum hefur safnast í prónadótið mitt.  Sjáum til hvað ég nenni lengi að vinna úr þessu!!!


Síðan síðast

Mér virðist það 5 dagar síðan ég skrifaði hér síðast.  Ekki það að ég hafi verið aðgerðarlaus, en hef unnið nokkuð mikið í tölvu undanfarið og hef því þurft að merja í gegn klukkutímann minn í handavinnu.

Kláraði grænum smokkana, gekk frá endum og þvoði þá.

Prjónaði vinstri vettling fyrir Jöru, hinn átti ég frá því fyrr á árinu.  Þetta er lopavettlingur, einfaldur að gerð en yljar Jöru í frostinu.  Fitjaði í gærkvöldi upp á nýjum vettlingum, væri ráð fyrir mig sjálfa að eiga svona í leikskólanum þegar ég er í útiveru.

Nú verð ég að fara að vinna meira í faldbúningshlutunum. Setja saman beltið sem ég er búin að knipla.  Svo þarf ég að komast með græna útsaumaða pilsið í pressun í þjóðbúningastofu svo ég geti  farið að falda það og ganga frá því. 

IMG_0025 (Medium)  handavinna (1) (Medium) (Medium)  handavinna (3) (Medium)  þorrinn 039 (Small)


Púðinn hennar mömmu

pudinnHeima hjá mömmu var alltaf einn mjög stór púði, mamma hafði hann oft við bakið því hann studdi vel við.  Hún óf þennan púða á Húsmæðraskólanum á Laugum á sínum tíma.  Svo hefur hún saumað mynstur í miðjuna á honum, löng bein spor, man ekki hvað þessi útsaumur heitir, finn það kannski seinna.  Kringum púðann saumaði hún svo snúru sem er snúin úr ullargarni, því saman og saumað er út í með.

Nú á ég púðann.  Hann er orðinn lúinn, útsaumurinn að hluta til horfinn!  Það væri gaman að laga það einhvern tímann!  En í kvöld lagaði ég snúruna.  Hún var öll orðin laus frá, ég saumaði hana aftur á og púðinn lítur miklu betur út en áður en ég hófst handa.

Meðan ég var að handleika púðann áttaði ég mig allt í einu á að dregillinn sem alltaf var á borðstofuborðinu hjá mömmu er eins ofinn.  Þetta held ég að ég hafi ekki vitað þegar ég var barn.  Púðinn og dregillinn voru tveir aðskildir hlutir, sjálfsagðir því þeir voru alltaf í umhverfinu, en að þeir væru nánast eins!!!   Er komin á sextugsaldurinn þegar ég tek eftir því!!!???


Prjóna

Er að drepa tímann meðan ég bíð eftir að geta sótt Jöru eitthvert í Þingholtin.  Svo ég fitjaði (tvisvar) upp á smokk, úr grænu alkapa garni sem ég keypti fyrir alllöngu.  Er núna búin að prjóna annan smokkinn og fitja upp á hinum.

Vonandi fer Jara að hringja ........................


Húrra fyrir mér!!

Sat við í rúma tvo tíma og saumaði út í faldbúningasvuntuna.  Þar með hef ég saumað (út) mitt síðasta spor í þetta pils!!!  Allur útsaumur er búinn en þó er ýmislegt eftir til að pilsið sé tilbúið.  Næst er að fara upp í Þjóðbúningastofu og pressa vel (þær eiga bestu tækin til þess).  Svo er að sauma skófaldinn við og leggingarnar.  Og fella og setja strenginn. 

En þetta er frábær áfangasigur hjá mér! Get með sanni sagt "dugleg í dag, Freyja"

Held að ég eigi eftir að borga einn handavinnutíma frá í gær, þá er ég kvitt við sjálfan mig. Sé til hverju ég nenni í kvöld. 


Prjónakaffi

Ég fór á prjónakaffi, lykkjaði saman smokka sem er nú orðið langt síðan ég prjónaði, kláraði að prjóna prufusmokk m. smokkaprjóni, hann reyndist of lítill.  Fitjaði upp á nýjum smokk meðan ég sat við sjónvarpið af því ég nennti ekki að hreyfa mig ....

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband