Færsluflokkur: Bloggar
12.1.2011 | 02:34
Klikkaði á því
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 01:41
Kelim saumur
Harpa lét mér eftir púða sem mamma gerði á sínum yngri árum, kannski þegar hún var í Húsmæðraskólanum á Laugum. Þessi púði var alltaf á gólfinu heima í Hvassaleiti og einhvern tíman eignaði Pollý sér hann og lá á honum þegar hún komst inn í stofu. Mamma unti hundinum það að liggja á púðanum þó henni væri líka sárt um hann!!
Seinna lét mamma laga púðann, setja hann aftur upp. Þegar Harpa lét mig fá hann var hann enn orðinn lélegur, svo ég notaði klukkutímann minn í kvöld í að sauma hann upp. Nú er hann orðinn hinn fínasti og færi heiðursess í sessalóninum.
Í sumar rak á fjörur mínar gömul Húsfreyja (tímarit) og þar var sagt frá einmitt þeim útsaum sem er á þessum púða. Hann er gerður með Kelim saumspori!
Bloggar | Breytt 12.1.2011 kl. 02:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 00:55
Knipl
Kniplaði í dag, ca 2 x hálftíma og gerði fátt annað, þ.e. í handavinnu. Það tekur rétt um 1/2 tíma að knipla 2 cm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 01:28
Ágætt
Kláraði vettlingana f. Breka áðan, er búin að ganga frá öllum endum. Prjónaði klst. í gær. Loksins eru vettlingarnir tilbúnir fyrir Breka og Funa, geta farið í smá smáafmælispakka. Kniplaði svolítið (oflítið?) og er langt komin með einn smokk, prjónaðan m. smokkaprjóni.
Bloggar | Breytt 10.1.2011 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2011 | 01:10
Klikkaði
Nú klikkaði þetta með klukkustundina. Fór óvænt í leikhúsið, sé ekki eftir því. Sá í annað sinn Gerplu sem er frábært leikrit. Gæti farið oftar ..........
Var of þreytt til að gera nokkuð í kvöld, en held að ég nái að bæta það upp á morgun. Þá verður Jara með afmælið sitt, 10 - 12 stúlkur, þá vaki ég áreiðanlega frameftir og get prjónað eða heklað eða saumað út eða ...... bara hvað sem er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2011 | 00:36
??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 02:26
prjón
Hef prjónað minn klukkutíma í dag og rúmlega það, yfir sjónvarpinu, reyndi að fylgjast með glæpaþætti en veit fátt um hvað þar gerðist.
Er búin með vettlingapar fyrir Funa, þó ekki alveg búin að ganga frá öllum endum. Það kemur. Nú er bara að klára Breka vettlinga áður en þeir bræður fara aftur til Danmerkur.
Einbeiti mér að afmælinu hennar Jöru á morgun, best að koma sér í rúmið því það þarf að veju að vakna snemma og færa prinsessunni í rúmið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 02:37
Fleiri vettlingar
Smá vettlingaþema í gangi. Ég byrjaði á tvennum vettlingum í kvöld. Fyrir Breka og Funa. Nú er ég búin að prjóna u.þ.b. að þumli f. báða, af því ég hafði þá ekki til að máta. Geymi það svona þar til þeir koma í ömmuhús, þá get ég haldið áfram ...................
Kniplaði líka smávegis, þar til síminn truflaði mig. Má ekki láta líða svona langt á milli þess sem ég knipla, það liggur við að ég gleymi hvað gera skuli.....................
Bloggar | Breytt 4.1.2011 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 19:04
Vettlingar
Ég prjónaði í gær tvö pör af vettlingum fyrir hann Starkað (eitt parið á myndinn er eldra). Gekk svo frá öllum endum og merkti þá piltinum í dag. Telst því hafa staðist markimiðið þessa daga því þetta tók allmikið meira en 2 x klukkustund!
Eins og fyrr gerði ég enga tvo vettlinga eins. Þetta er orðin mjög gömul hefð hjá mér. Það var þegar Jón Gunnar var þriggja ára (1984) að ég var búin að prjóna handa honum mjög fallega dökkbláa vettlinga með kaðli. Ég var að klára upp garnhnykil og það stoð á endum, hann var alveg búin þegar vettlingarnir voru tilbúnir. Það var því illt í efni, nokkrum dögum seinna, þegar það skemmdist annar þumallinn. Nú voru góð ráð dýr, ekki til smáþráður til að laga þetta og ég svolíitð spæld yfir þessu ónýta verki !! En ég átti hvítan alveg eins þráð og nú brá ég á það ráð að gera þumalinn hvítann. Og það sem drengurinn var glaður yfir þessum hvíta þumli !! Hann varð eitt bros, þetta urðu uppáhaldsvettlingarnir.
Svo þar með ákvað ég að gera aldrei tvo vettlinga eins. Og það hef ég staðið við enn. Kannski skipti ég seinna um skoðun, en það er enn ekki komið að því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2011 | 16:52
Nýtt ár - 2011
Ég hef sett mér tvö markmið fyrir þetta nýja ár.
Ég ætla að stefna að því að verja a.m.k. 1 klst á dag við hannyrðir á þessu ári. Ég stefni líka að því að klára a.m.k. einn hlut í hverri viku. Það má vera eitthvað lítið eða eitthvað sem ég finn hálfklárað inni í skáp. Því eins og svo margar hannyrðakonur á ég fullt af slíku. Ég gæti líka hugsað mér að kaupa ekkert garn eða annan efnivið fyrr en ég hef klárað það sem til er. En það geri ég ekki í bili, kannski það verði markmið einhvers annars árs.
Þetta blog stofna ég fyrir sjálfan mig til að halda utan um þetta markmið. Ég ætla að færa hér inn það sem mér tekst að gera, vonandi vikulega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)